Hafnarhús
til
Tónlistarhátíðin ErkiTíð er vettvangur fyrir sköpun og tjáningu í tónlist með nýrri tækni og opnar sýn inn í framtíðina, með sterkri viðspyrnu í verkum frumherja íslenskrar nútíma- og raftónlistar.
ErkiTíð hefur frá upphafi verið haldin í Reykjavík og lagt áherslu á íslenska framúrstefnutónlist og nýsköpun á því sviði og hafa verið flutt og frumflutt hundruð tónverka. Hátíðin var fyrst haldin árið 1994 af tilefni Lýðveldisafmælis Íslands og hlaut ErkiTíð á síðasta ári Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarviðburð ársins.
Meginþema ErkiTíðar 2024 verður „kynslóðir“. Á hátíðinni verða kynntar allar kynslóðir íslenskra tónskálda með mörgum af frumkvöðlum nútíma- og raftónlistar á Ísland. Á hátíðinni verður fjöbreytt dagskrá með verkum íslenskra raftónskálda frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar sem spanna yfir 60 ár. Þá verður flutt fjölbreytt úrval eldri og nýrra raftónverka sem sum hver hafa sett sterkan svip á íslenska tónlistarsögu í gegnum tíðina.
Verð: Hátíðarpassi kr 3000 Miðar aðgengilegir við hurð. Frítt fyrir nemendur og eldri borgara.
Dagskrá hátíðarinnar er nú aðgengileg á heimasíðu Erkitíðar – erkitid.is