Dýna­mískt kort: gjörn­ingur eftir Miriam Markl

til

Dýnamískt kort: gjörningur eftir Miriam Markl

Dýnamískt kort: gjörningur eftir Miriam Markl

Hafnarhús

til

Yfir tveggja vikna tímabil stundar hreyfilistakonan Miriam Markl könnun á arkitektúr safnsins í gegnum hreyfingu og dans sem endar með gjörningi á fimmtudaginn langa.

Í ferlinu verður til „dýnamískt kort“ - lifandi, áhrifamikil framsetning á byggingunni sem tengslaneti í þróun. Í gegnum dansspuna mun hún túlka samspil ljóss, tíma, andrúmslofts og efnislegrar nærveru safnsins. Rannsókn hennar mun ná hámarki í lokagjörningi, þar sem hreyfingarnar verða að "hreyfanlegu korti" - ljóðræn og kraftmikil endurspeglun á takti og umbreytingum rýmisins, sem býður áhorfendum að upplifa arkitektúrinn sem lifandi, andandi heild.

Áhorfendum er boðið að fylgjast með hreyfikönnun hennar í Hafnarhúsinu á opnum æfingum hennar í safninu.

Listamaðurinn vill þakka Listasafni Reykjavíkur, SÍM Residency, Martynas Petreikis, Dansverkstæðinu, Tinnu Grétarsdóttur, Marcel Tarelkin og Catherine Guerin.