Bíó | æ ofaní æ

til

Bíó | æ ofaní æ

Bíó | æ ofaní æ

Hafnarhús

til

Þessi kvikmynd um tíma og list er byggð á lífi og starfi íslenska listamannsins Hreins Friðfinnssonar.

Verk hans eru ljóðræn og heimspekileg könnun á hversdagslegri mannlegri tilvist þar sem tími og tilviljun gegna mikilvægu hlutverki. Myndin sameinar raunveruleika og skáldskap með því að taka til skoðunar valin verk Hreins og nota þau sem innblástur að frásögn.

Vísindamaðurinn Aika vinnur á rannsóknarstofu Tímans í Finnlandi. Hún afhjúpar baksögu tilraunar sem fól í sér að tvíburabræður voru aðskildir í barnæsku og látnir vaxa úr grasi á ólíkum stöðum. Tíminn leiddi í ljós að þeir eltust með mismunandi hætti vegna ólíkrar afstöðu þeirra gagnvart þyngdaraflinu; yngri bróðirinn býr á fjalllendu Íslandi en sá eldri býr á flatlendinu í Hollandi.

Höfundar myndarinnar verða á staðnum.

æ ofaní æ 2012

Lengd: 48 mín. Leikstjórar: Markús Þór Andrésson, Ragnheiður Gestsdóttir.

Fram koma: Listamaðurinn sjálfur, Magnús Logi Kristinsson, Kati Outinen Framleiðendur: Hlín Jóhannesdóttir, Sami Jahnukainen – Mouka Filmi.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir árskorts- og menningarkortshafa. Börn fá frítt inn á safnið.