Hall­grímur Helga­son: Yfir­lits­sýning

Falling in love

Hallgrímur Helgason: Yfirlitssýning

Kjarvalsstaðir

-

Hallgrímur Helgason er áttundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi.

Hvert og eitt þeirra er valið með tilliti til einstaks framlags þeirra og sérhæfingar á sínu sviði, bæði hvað viðvíkur miðlum, aðferðum og viðfangsefnum. Slík stöðutaka á sér stað í framsetningu lykilverka frá ólíkum tímum í Vestursal Kjarvalsstaða og útgáfu sýningarskrár þar sem fjallað um ferilinn í samhengi listasögunnar og samtímans. Sýningarstjóri er Ólöf Kristín Sigurðardóttir.

Hallgrímur Helgason er fæddur í Reykjavík 1959. Hann nam stuttlega við MHÍ og Listaakademíuna í München en hefur starfað og sýnt sem myndlistarmaður frá árinu 1983. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis og tekið þátt í yfir 40 samsýningum víða um lönd. Árin 1985-89 var hann búsettur í Boston og New York og árin 1990-96 bjó hann í París. Málverk og teikningar hafa ætíð verið hans miðill og hefur hann á löngum ferli þróað sinn persónulega stíl sem jafnan hefur verið fígúratívur, en flakkað á milli realisma og fantasíu. Í tvo áratugi vann hann mikið með hliðarsjálf sitt, teiknimynda-karakterinn Grim. Verk hans eru meðal annars í eigu Metropolitan Museum of Art, New York, FRAC Poitou-Charentes í Angouleme, Frakklandi, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Listasafns Háskólans, Listasafns Kópavogs og Listasafns Ísafjarðar. Árið 2021 hlaut Hallgrímur heiðursorðu Frakka fyrir menningarstörf, Officier de l'ordre des arts et des lettres. Á komandi ári, 2024, mun Hallgrímur sýna verk sín á Nordatlantens brygge í Kaupmannahöfn, Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum og í Kompunni á Siglufirði áður en mið-ferils yfirlitssýning hans opnar á Kjarvalsstöðum haustið 2024.

Ítarefni

Sýningarstjórar

Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Aldís Snorradóttir

Listamenn