Veldu ár

2023 (10)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
15.01.2016
10.04.2016

Aftur í sandkassann - Listir og róttækar kennsluaðferðir

Tengsl lista og mennta, sköpunar og framleiðslu er umræðuefni sem skýtur víða upp kollinum í samfélagsumræðu samtímans. Þetta á við hvort sem rætt er um möguleika atvinnulífsins til framþróunar eða hlutverk menntakerfisins í samfélaginu. 

Á sýningunni Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir hefur sýningarstjórinn, Jaroslav Anděl, valið að sýna verk nokkurra samtímalistamanna sem spyrja spurninga um eðli og hlutverk menntunar og líta jafnframt á sköpun sem lykilþátt í samfélaginu. Vísað er til hugmynda umbótasinna og hugsjónamanna á sviði menntamála og tvær mótsagnakenndar hliðar menntunar eru dregnar fram. Annars vegar er bent á að menntun og lærdómur hafa frelsandi áhrif og tengjast lýðræði og grundvallaratriðum þess, svo sem frelsi og jafnrétti. Hins vegar er bent á að menntakerfið er afurð upplýsingastefnunnar og stofnanavæðingar þar sem áhersla er lögð á einsleitni og undirgefni frekar en sköpun og fjölbreytileika. Verkin á sýningunni eru af ýmsum toga og er hluti þeirra byggður á þátttöku sýningargesta, sem mun eiga sér stað bæði innan og utan safnsins.

Verk listamanna á borð við Michael Joaquin Grey, Ane Hjort Guttu og Priscila Fernandes mynda nokkurskonar kjarna sýningarinnar ásamt verki Luis Camnitzer sem teygir sig út fyrir veggi safnsins. Þar að auki eru á sýningunni verk eftir Jim Duignan, Markus Kayser, James Mollison, Calvin Seibert, Renzo Piano og listahópinn The Society for a Merrier Present. 

Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir fer frá Listasafni Reykjavíkur um Evrópu og til Bandaríkjanna en markmið hennar er meðal annars að tengja saman fólk á ólíkum sviðum, bæði hér á landi og erlendis. Sýningin byggir á samstarfi alþjóðlegra listamanna, vísindamanna og kennara sem eru leiðandi hver á sínu sviði. 

Í tengslum við sýninguna fer fram metnaðarfull fræðslu – og viðburðadagskrá fyrir almenning og  fagfólk á sviði menntamála. Auk fyrirlestra og málþings um róttækar kennsluaðferðir mun Biophilia menntaverkefnið halda smiðjur í Hafnarhúsinu meðan á sýningunni stendur.

Sýningarstjórinn Jaroslav Anděl hefur skipulagt fjölda alþjóðlegra sýninga á nútíma- og samtímalist einkum í Evrópu en einnig í Bandaríkjunum og Japan. Hann hefur jafnframt  skrifað fjölda bóka og starfað sem ráðgjafi Evrópuráðsins í verkefninu Smarter Creativity, Smarter Democracy. Jaroslav Anděl býr í Prag og New York.

 

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Hafnarhús
16. janúar 2016 - 15:00 til 17:00
Ljósmynd: Helga Björg Gylfadóttir.
Hafnarhús
6. febrúar 2016 - 13:00
Ljósmynd: Helga Björg Gylfadóttir.
Hafnarhús
25. febrúar 2016 - 13:00
Ljósmynd: Helga Björg Gylfadóttir.
Hafnarhús
26. febrúar 2016 - 13:00
Ljósmynd: Helga Björg Gylfadóttir.
Hafnarhús
19. mars 2016 - 13:30