Einar Már Guðvarð­arson

Minni gleymsk­unnar - Minni II

Þrívíð verk

Breidd:

22 cm

Hæð:

64 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1997-98

Einar Már fæddist árið 1954 í Reykjavík. Einar lauk prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1979 og stundaði síðar kvikmyndanám í Kaupmannahöfn og New York, auk þess sem hann nam steinhögg í Grikklandi. Einar var grunnskólakennari um árabil, vann við kvikmyndagerð og stundaði ritstörf áður en hann sneri sér alfarið að höggmyndalist árið 1990. Þá kenndi hann um skeið við Myndlista- og handíðaskóla Íslands.Síðustu árin var hann búsettur meginhluta ársins í Kyoto í Japan, þar sem hann vann að eflingu menningartengsla Íslands, Norðurlandanna og Japans.