Hlynur Hallsson

Ríkis­stjórnir í mörgum lönd­um...

Önnur verk

Breidd:

800 cm

Hæð:

200 cm

Flokkur:

Innsetning

Ár:

2009

Þetta verk er skylt öðru verki eftir Hlyn, verkinu Sjónvarpsávarp forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, 6.10.2008. Tvíþætt verkið spratt upp úr eftirköstum efnahagskreppunnar árið 2008. Í spreyjuðum veggtexta og plakati er vitnað beint í frægt sjónvarpsávarp þáverandi forsetisráðherra þegar komið var að ögurstundu í rekstri bankakerfisins á Íslandi. Tungumál og samskipti eru lykilatriði í listsköpun Hlyns og undirstaða að þeirri hugmyndalegu og markvissu nálgun sem listamaðurinn notar til að fjalla um samfélagsmál og stjórnmál í víðara samhengi. Að auki eru algeng viðfangsefni í verkum hans tengsl, pólitík og persónulegt líf listamannsins.