Kwade, Alicja

Þung byrði ljóss

Þrívíð verk

Breidd:

600 cm

Hæð:

300 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2012

Þýsk-pólska listakonan Alicja Kwade fær okkur til þess að hugsa um efni og eiginleika þess. Verk hennar er búið til úr ýmsum kunnuglegum efnum eins og málmstöngum, timbri og spegli. Hún hefur sveigt efnið til þannig að það lagar sig að rýminu og hvílir í kverkinni milli gólfs og veggjar.