Sigrún Harð­ar­dóttir

Dögun

Önnur verk

Flokkur:

Fjöltækni

Ár:

1985

Myndbandið byggir á endurgjöf sem verður til handvirkt, með endurteknum upptökum af sama myndefninu þar sem hver ný mynd byggist á hinni fyrri. Hver ný upptaka nemur ákveðna liti og þannig færist upprunalega myndin frá því að vera fígúratíf yfir í abstraksjón. Þannig vísar vídeóið í abstraktmálverkið, sem Sigrún fæst einnig við, með því að afhjúpa undirbyggingu þess.