Jóhannes S. Kjarval

Yndis­legt er úti vor

Breidd:

123.5 cm

Hæð:

46 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

1926

Sumarið 1926 dvaldi Kjarval um tíma í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum hjá vinum sínum Matthildi Kjartansdóttur (1891-1974) og Guðbrandi Magnússyni (1887-1974) og málaði þá þessa vangamynd af þeim hjónum. Verkið er persónulegt og birtir vinsemd listamannsins til myndefnis síns og jafnframt ástina á milli þeirra hjóna. Þau standa þétt saman og horfa hvort til annars af alvöru og ástúðleik. Matthildur er björt og ljós yfirlitum, máluð með fínlegum pensildráttum, en Guðbrandur er dekkri og grófgerðari í stíl. Í fáum myndum sínum opinberar Kjarval tilfinningamál af viðlíka blíðu. Þetta sumar málaði Kjarval einnig myndir af börnum þeirra, Kjartani og Hallfríði. Vináttutengsl Kjarvals og Guðbrands voru náin og ævarandi; um það bera vott margar myndir listamannsins.