Breidd:
300 cm
Hæð:
200 cm
Flokkur:
Málverk
Ár:
1960-61
Þetta and-rasíska verk er tileinkað Nínu Thoeren, vinkonu Errós, en henni var nauðgað og hún síðan myrt í Los Angeles árið 1960. Sökudólgurinn var svartur biblíusölumaður. Hér tvinnast saman kynferði og kynþættir en með því er vísað til þeirrar framtíðardraumsýnar að hvort tveggja leysist upp. Um þetta sagði listamaðurinn: „Syrpa fimmtíu teikninga af pörum sem teiknaðar voru á tveggja mánaða tímabili var höfð til hliðsjónar við vinnuna að málverkinu. Myndbyggingin hvílir á fjórum líffærafræðilegum teikningum af hryggjarsúlu sem speglast á mishverfan hátt (varpað á strigann með skuggamyndavél). Hjartað fyrir miðju málverkinu er í fjórum hlutum; einn er hvítur, annar svartur, enn einn gulur og einn rauður. Þessum fjórum litum er blandað saman á gjörvöllum myndfletinum en litirnir vísa í helstu kynþætti mannkynsins.“