Kristján Guðmundsson

Lengsta nótt á Íslandi

Málverk

Breidd:

1085 cm

Hæð:

50 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

1982

Kristján Guðmundsson hefur ástundað listsköpun á mínimalískum og hugmyndafræðilegum grunni. Hann túlkar gjarnan tímann í verkum sínum sem hann myndgerir með teikningu. Lengsta nótt á Íslandi er afsprengi slíkra tilrauna þar sem svört lína liggur enda á milli í sýningarsalnum. Kristján sýndi fleiri mislöng verk í sama anda þegar hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1982 og bar saman lengd nátta heimalandsins við nætur á Ítalíu.