Jóhannes S. Kjarval

Pant­heon

Málverk

Breidd:

59 cm

Hæð:

42 cm

Flokkur:

Teikning

Ár:

1920

Kjarval hafði mikinn áhuga á byggingarlist og skrifaði gjarnan greinar í blöð og tímarit um þetta áhugamál sitt. Sérstaklega var honum umhugað um fegrun og framtíðaruppbyggingu Reykjavíkur. Hús og borgarrými voru honum einnig mikilvæg myndefni. Áhugi Kjarvals á byggingarlist virðist hafa vaknað þegar hann dvaldi í London og á meðan hann bjó í Kaupmannahöfn teiknaði hann fjölda rauðkrítarmynda af húsum. Árið 1920 dvaldi hann á Ítalíu um hálfs árs skeið. Þar hélt hann áfram að teikna eða mála í vatnslit bæi og byggingar. Hin forna byggingarlist Rómverja höfðaði til hans og á Ítalíu málaði hann meira af byggingarlist en landslagi. Á Ítalíu gafst honum kostur á að kynnast byggingum frá eldri tímaskeiðum en hann hafði áður séð og annars vegar teiknar hann sögufrægar byggingar en hins vegar liggur eftir hann nokkur fjöldi teikninga þar sem hann út frá forsendum kúbismans einfaldar formgerð myndefnisins, svo eftir standa sterk og einföld form. Verkið Pantheon er dæmi um túlkun Kjarvals á einni af merkustu byggingum Rómarborgar frá fornöld, en í verkinu fá einföld form og nákvæm hlutföll byggingarinnar að njóta sín í látlausri vatnslitamynd.