Flokkur:
Fjöltækni
Ár:
1991
Fjórar aðskildar myndrásir, með tveimur hljóðrásum hver, liggja til grundvallar hinu marglaga verki Steinu þar sem allir hlutar tengjast í eina heild með samstilltu upphafi og endi. Steina skipar mikilvægan sess í alþjóðlegri framvindu videólistar enda spannar ferill hennar allt frá upphafs- og mótunarárum miðilsins til samtímans. Verk hennar, Tokyo Four, sækir sjónræna uppbyggingu sína í heim tónlistar þar sem unnið er með tilbrigði við nokkur grunnstef. Myndefnið er sótt víða, að því er virðist tilviljanakennt, og meðhöndlað með ýmsum hætti; speglað, snúið á hvolf, hægt á og hraðað.