Hafnarhús | listasafnreykjavikur.is
Hafnarhús

Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk. Húsið er jafnframt heimkynni Errósafnsins og þar má alltaf ganga að sýningum listamannsins. 

Boðið er upp á leiðsagnir um sýninguna Einskismannsland í Hafnarhúsi á föstudögum kl. 12.30.

Sýningar í Hafnarhúsi

D34 María Dalberg: Suð
13.10.2018 - 25.11.2018
Erró, Wilsonscape,1989.
13.10.2018 - 21.04.2019
01.10.2018 - 21.10.2018
Erró. Ljósmyndari: Baldur Kristjánsson

Guðmundur Guðmundsson, öðru nafni Erró (f. 1932), er tvímælalaust þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Eftir nám á Íslandi innritaðist hann í listaakademíuna í Osló tvítugur að aldri. Árið 1954 stundað hann nám við listaakademíuna í Flórens og síðan í Ravenna þar sem hann lagði áherslu á gerð mósaíkmynda.

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús

Hafnarhúsið er staðsett við gömlu höfnina í elsta hluta Reykjavíkur, þar sem frá örófi alda var bátalægi bæjarins og fyrsta bryggja hans. Húsið teiknaði Sigurður Guðmundsson arkitekt, einn af frumkvöðlum íslenskrar byggingarlistar, í samvinnu við Þórarin Kristjánsson hafnarstjóra á árunum 1933-39 og stækkun þess árið 1957-58.

Erró, Portraits d'Expressionnistes, 1992

Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um 2000 talsins. Í því safni er meðal annars að finna málverk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna allan feril listamannsins allt frá æskuárum.