Fréttir

Louisa Matthíasdóttir, Þingvallavatn, 1989, olía á striga, 67x90 cm.

Viðamikil yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, Kyrrð, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, sunnudaginn 30. apríl kl. 16.00. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnar sýninguna. 

Flóttamaðkarnir á Kjarvalsstöðum.

Listasafn Reykjavíkur býður börn á öllum aldri velkomin á Barnamenningarhátíð. Frumlegir og skemmtilegir viðburðir og námskeið í boði, þar á meðal spunaleikhús, teikninámskeið og listsmiðja fyrir frábæra únglínga.

Frítt inn á söfnin þrjú fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Samstarfsverkefnið Leitin að íslensku postulíni.

Sýningunni Dæmisögur - vöruhönnun á 21. öld á Kjarvalsstöðum lýkur sunnudaginn 23. apríl.

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn, verður opið á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl. 

Opnunartímar:
Hafnarhús 10-22
Kjarvalsstaðir 10-17
Ásmundarsafn 13-17

Við hlökkum til að sjá ykkur - gleðilegt sumar! 

Fjallamjólk eftir Jóhannes S. Kjarval, 1941.

Eitt kunnasta verk Jóhannesar S. Kjarvals, Fjallamjólk, er nú sýnt á Kjarvalsstöðum. Verkið er í eigu Listasafns ASÍ sem hefur góðfúslega lánað það á sýningu á Kjarvalsstöðum.

Ragnar Kjartansson, To Music / Til tónlistarinnar, Migros Museum für Gegenwartskunst, Zürich, 2012. Courtesy of Luhring Augustine, New York and  i8 Gallery, Reykjavík.

Sýningin Guð, hvað mér líður illa stendur frá 3. júní–24. sept 2017. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús verður undirlagt verkum eftir listamanninn Ragnar Kjartansson.

Listasafn Reykjavíkur er opið alla páskana að undanskildum páskadegi, sunnudeginum 16. apríl.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Friðarsúlan í Viðey mun lýsa upp kvöldhimininn á jafndægri á vori, dagana 20. mars til 27. mars. 20. mars 2017 eru liðin 48 ár síðan listakonan Yoko Ono giftist John Lennon árið 1969. Ono og Lennon vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.

Myndlistakonan Hildur Bjarnadóttir tók við menningarverðlaunum DV í flokki myndlistar fyrir árið 2016 í Iðnó, miðvikudaginn 15. mars. Listasafn Reykjavíkur óskar Hildi hjartanlega til hamingju!