Hádegisleiðsögn með listamanni í Hafnarhúsi – Hvernig verður málverk til? Fimmtudag 5. mars kl. 12.

Hádegisleiðsögn með Einari Garibaldi um sýninguna Nýmálað 1 sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi en hann er meðal þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni.
> Sjá nánar

Á skýjum leiks og listar – fyrirlestur Margrétar E. Ólafsdóttur um myndlist Corys Arcangel, Hafnarhús, Fimmtudag 26. febrúar kl. 20

Margrét Elísabet Ólafsdóttir, doktor í list- og fagurfræði heldur fyrirlestur á fimmtudaginn kl. 20 um myndlist Corys Arcangel í tengslum við sýningu listamannsins Margt Smálegt sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi. Ókeypis aðgangur.
> Sjá nánar

Sýningaropnun - Ásmundur Sveinsson: Vatnsberinn-Fjall+kona, 21. febrúar kl. 16

Sýningin, Ásmundur Sveinsson: Vatnsberinn-Fjall+kona, verður opnuð í Ásmundarsafni laugardaginn 21. febrúar kl. 16. Þar er þess minnst að á árinu 2015 er öld liðin frá því að konur fengu kosningarétt hér á landi, en það var þann 19. júní 1915. Sýningarstjóri er Harpa Björnsdóttir.
> Sjá nánar

Listamannaspjall: Arna Valsdóttir, Ásmundarsafn, sunnudag 22. febrúar kl. 15

Í tilefni af Konudeginum næstkomandi sunnudag ætlar Arna Valsdóttir að ræða við gesti um verk sitt á sýningunni Vatnsberinn-Fjall+kona sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni.
> Sjá nánar

Örnámskeið: Varúð – Nýmálað! Kjarvalsstaðir, fimmtudag 19. og föstudag 20. febrúar kl. 13-16

Myndlistarmaðurinn Baldvin Einarsson stýrir ókeypis ör-námskeiðum í listmálun fyrir 14 ára og eldri í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum á fimmtudag og föstudag frá kl. 13-16.
> Sjá nánar

Uppsetning í Ásmundarsafni

Í Ásmundarsafni er verið að setja upp sýninguna, Ásmundur Sveinsson: Vatnsberinn-Fjall+kona. Sýningin opnar laugardaginn 21. febrúar og er Ásmundarsafn lokað fram að því.
> Sjá nánarEldri fréttir


Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
Cory Arcangel, QuickOffice, 2013, photo Sacha Maric
Cory Arcangel: Margt smálegt
31.jan. 15 - 12.apr. 15
Nýmálað 1
06.feb. 15 - 19.apr. 15
Erró, Maður með blóm/Man with a Flower, 1985.
Erró og listasagan
06.sep. 14 - 18.okt. 15

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
Einar Hákonarson, Kveðjustund/Farwell, 2011
Einar Hákonarson: Púls tímans
17.jan. 15 - 15.mar. 15

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17