TALK Series: Mary Jane Jacob – Experiencing Social Practice, Hafnarhús, fimmtudag 30. apríl kl. 20

Mary Jane Jacob, sýningarstjóri og prófessor við School of the Art Institute í Chicago, er annar gestur í fyrirlestraröðinni TALK Series á árinu 2015. Fyrirlestur Jacobs nefnist „Experiencing Social Practice“.
> Sjá nánar

Barnamenningarhátíð 2015

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á vegum Listasafns Reykjavíkur á Barnamenningarhátíð sem stendur yfir frá 21. apríl -26. apríl, en á Kjarvalsstöðum opna tvær sýningar í tilefni af hátíðinni. Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn á Listasafn Reykjavíkur meðan á hátíðinni stendur.
> Sjá nánar

Útskriftarsýning BA í hönnun, arkitektúr og myndlist frá Listaháskólanum opnar 25. apríl

Útskriftarsýning nemenda á BA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands opnar laugardaginn 25. apríl kl. 14 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar sýna um 65 nemendur afrakstur þriggja ára krefjandi náms.
> Sjá nánar

Sýningarlok á Vatnsberinn-Fjall+kona í Ásmundarsafni

Sýningunni Ásmundur Sveinsson. Fjall+kona lýkur í Ásmundarsafni sunnudaginn 26. apríl. Hin kunna höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberinn (1937), er þungamiðja og leiðarstef sýningarinnar.
> Sjá nánar

Örnámskeið: Varúð – Nýmálað! Kjarvalsstaðir, laugardagana 18. apríl og 25. apríl kl. 13-16

Myndlistarmaðurinn Þorvaldur Jónsson sem á verk á sýningunni Nýmálað 2 stýrir ókeypis ör-námskeiðum í listmálun fyrir 12 ára og eldri í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum laugardagana 18. og 25. apríl frá kl. 13-16.
> Sjá nánar

Nýmálað 1 lýkur sunnudaginn 19. apríl í Hafnarhúsi

Sýningunni Nýmálað 1 lýkur í Hafnarhúsi sunnudaginn 19. apríl. Þar gefur að líta verk eftir 28 listamenn sem þeir hafa gert á síðustu tveimur árum.
> Sjá nánarEldri fréttir


Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
Erró, Maður með blóm/Man with a Flower, 1985.
Erró og listasagan
06.sep. 14 - 18.okt. 15

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
Nýmálað II
28.mar. 15 - 07.jún. 15

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17