Sýningaropnun: Cory Arcangel í Hafnarhúsinu laugardaginn 31. janúar

Sýningin Margt smálegt eftir bandaríska listamanninn Cory Arcangel verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 31. janúar klukkan 16 að viðstöddum listamanninum.
> Sjá nánar

Dances For The Electric Piano, Hafnarhús, þriðjudag 3. febrúar kl. 20

Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari flytur verk Corys Arcangel Dances For The Electric Piano í tenglsum við sýningu listamannsins Margt smálegt í Hafnarhúsi.
> Sjá nánar

Reykjavíkurborg býður á Mozart tónleika, Kjarvalsstaðir, Þriðjudaginn 27. janúar kl: 18

Reykjavíkurborg býður á Mozart tónleika á fæðingardegi tónskáldsins. Á efnisskránni eru 2 sónötur fyrir píanó og fiðlu, sönglög og endað á flutningi Exultate Jubilate.
> Sjá nánar

Sýningum Sirru Sigrúnar og Gunter Damisch lýkur næstu helgi í Hafnarhúsinu

Nú fara að verða síðustu forvöð að sjá sýningar þeirra Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur, Flatland, og austurríska listamannsins Gunter Damisch, Veraldir og vegir, í Hafnarhúsinu en þeim lýkur báðum á sunnudaginn 25. janúar.
> Sjá nánar

Listamannaspjall, Ásmundarsafn, sunnudag 25. janúar kl. 15

Birgir Snæbjörn Birgisson, Kristín Reynisdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræða við gesti um verk sín á sýningunni A posteriori: Hús, höggmynd sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni.
> Sjá nánar

Listamanna- og sýningarstjóraspjall, Kjarvalsstaðir, sunnudag 25. janúar kl. 15

Einar Hákonarson og Ingiberg Magnússon ræða við gesti um sýninguna Púls tímans, yfirlitssýningu á verkum Einars sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
> Sjá nánarEldri fréttir


Hafnarhús

Heimsókn í safnið
Opið: 10:00 - 17:00
fimmtudaga 10:00 - 20:00
Erró, Maður með blóm/Man with a Flower, 1985.
Erró og listasagan
06.sep. 14 - 18.okt. 15

Kjarvalsstaðir

Heimsókn í safnið
Opið: 10-17
Einar Hákonarson, Kveðjustund/Farwell, 2011
Einar Hákonarson: Púls tímans
17.jan. 15 - 15.mar. 15

Ásmundarsafn

Heimsókn í safnið
1. maí - 30. sept. 10-17
1. okt. - 30. apr. 13-17
A posteriori: Hús, höggmynd
13.sep. 14 - 01.feb. 15