Gjörn­ingar og leið­sögn um D-vítamín – Síðustu sýning­ar­dagar

, til

Gjörningar og leiðsögn um D-vítamín – Síðustu sýningardagar

Gjörningar og leiðsögn um D-vítamín – Síðustu sýningardagar

Hafnarhús

, til

Í tilefni þess að nú líður að síðustu sýningardögum D-vítamíns bjóðum við upp á dagskrá með leiðsögn og gjörningum fimmtudagskvöldið 2. maí í Hafnarhúsi.

Pop-up bar á 2.hæð! Opið til kl. 22.00.

Þorsteinn Freyr Fjölnisson sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna kl. 20.00 og fluttir verða gjörningar Þórðar Hans Baldurssonar og Höllu Einarsdóttur.

Dagskrá:

18.00–22.00 : Pop-up bar

19.00 : Gjörningur Höllu Einarsdóttur, Winileodas (eða lag fyrir „vin“). Píanóleikur: Stefanía Ósk Margeirsdóttir.

20.00 : Leiðsögn sýningarstjóra. Þorsteinn Freyr Fjölnisson segir frá sýningunni.

21.00 : Gjörningur Þórðar Hans Baldurssonar: Queue/Que. Tónlistarmennirnir Bergur Þórisson og Pétur Björnsson virkja verkið.

D-vítamín sýnendur: Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keys, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury og Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir, Þórður Hans Baldursson.

Sýningunni D-vítamín lýkur sunnudaginn 5. maí.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.