Lista­hópar Hins hússins | ÞÆR leik­lestur

til

Listahópar Hins hússins | ÞÆR leiklestur

Listahópar Hins hússins | ÞÆR leiklestur

Hafnarhús

til

Þær mætast aftur. Á bar í miðbænum hittast tvær ungar konur fyrir tilviljun eftir að hafa ekki sést lengi. Er uppgjör óumflýjanlegt?

Thea Snæfríður Kristjánsdóttir vinnur í sumar að leikriti sínu ÞÆR og mun bjóða fólki að hlýða á leiklestra á brotum úr leikhandriti í mótun. Verkið fjallar um eftirmál ástarsambands tveggja ungra kvenna og samskipti þeirra. Tekist er á við spurningar um þörf manneskjunnar fyrir uppgjör og sjálfseyðingarhvötina sem getur falist í endurtekningu sársaukafullra samskipta.

Thea Snæfríður stundar nám í bókmenntafræði við HÍ og hefur leikið í sjónvarpsþáttum og leiksýningum í áhuga- og atvinnuleikhúsi.

Leiklesarar: Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir og Helena Guðrún Þórsdóttir.

Aðgangur er ókeypis.