Kvöld­göngur │ Hjólað í listina

til

Kvöldgöngur │  Hjólað í listina

Kvöldgöngur │ Hjólað í listina

Álfabakki 10, Breiðholt

til

Í þessari kvöldgöngu verður ekki gengið heldur hjólað á milli níu útilistaverka í Breiðholti. Viðburðurinn hefst kl. 20.00 og er upphafsstaður í Mjóddinni, norðan megin við Sambíóin við listaverkið Sólarauga eftir Jón Gunnar Árnason. Halla Margrét Jóhannesdóttir verkefnisstjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur hefur umsjón með hjólaleiðsögninni. Hjólaleiðsögnin er samstarf Listasafns Reykjavíkur og Hjólafærni. Gestir eru beðnir um að klæða sig eftir veðri.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborg Reykjavík Unesco standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Fylgjast má með dagskránni á Facebook. Þátttaka er ókeypis en greiða þarf í ferjuna þegar göngurnar eru í Viðey.