Kvöld­göngur │ Á slóðum Serra í Viðey

til

Kvöldgöngur  │ Á slóðum Serra í Viðey

Kvöldgöngur │ Á slóðum Serra í Viðey

Viðey

til

Í þessari kvöldgöngu verður verkið Áfangar bandaríska listamanninn Richard Serra skoðað gaumgæflilega, en verkið er umhverfislistaverk sem leggur undir sig alla Vesturey Viðeyjar og setur sterkan svip á ásýnd eyjunnar og umhverfi. Richard Serra (f. 1939), er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, m.a. Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem hefur heiðrað hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007Viðburðurinn hefst kl. 20.00 og er upphafsstaður við Viðeyjarferjuna á Skarfabakka. Markús Þór Andrésson deildarstjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur hefur umsjón með leiðsögninni og eru gestir beðnir um að klæða sig eftir veðri.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborg Reykjavík Unesco standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Fylgjast má með dagskránni á Facebook. Þátttaka er ókeypis en greiða þarf í ferjuna þegar göngurnar eru í Viðey.