Hönn­un­ar­Mars: Kintsugi - Japönsk viðgerð­ar­að­ferð

, til

HönnunarMars: Kintsugi - Japönsk viðgerðaraðferð

HönnunarMars: Kintsugi - Japönsk viðgerðaraðferð

Hafnarhús

, til

Kintsugi má gróflega þýða sem „samsetning með gulli“ og er aldagömul japönsk viðgerðartækni sem notar japanskt lakk (urushi) þakið með gulldufti eða öðrum dýrmætum efnum til að lagfæra brotin keramikílát.

Tæknin grundvallast í hugmyndafræðinni um að finna fegurð í hinu gallaða eða hinu ófullkomna. Í stað þess að hylja brot, þá dregur kintsugi athyglina að þeim til þess að segja sögu um munina.

Iku Nishikawa frá Kintsugi Oxford gefur kynningu á kintsugi listinni og merkingu hennar, áður en hann verður með sýnikennslu þar sem hann fer skref fyrir skref yfir það hvernig gestir geta notað kintsugi tæknina heima við, til þess að gera við sína eigin brotnu keramikmuni. Á meðan á viðburðinum stendur eru gestir hvattir til að spyrja spurninga.

Sýnikennslunni verður svo fylgt eftir með gagnvirku kintsugi námskeiði laugardaginn og sunnudaginn 27. og 28. apríl.

Fullt er á viðburðinn, en gestum og gangandi er boðið að fylgjast með ferlinu.

Viðburðurinn er í samstarfi við sendiráð Japans á Íslandi og HönnunarMars.