Tak i lige måde: Samtíma­list frá Danmörku

Tinne Zenner: Nutsigassat / Translations (still), HD transfer of 16mm film, color, sound, 20 min., 2018

Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku

Hafnarhús

-

Árið 2018 eru 100 ár liðin frá því að Ísland hlaut fullveldi sem markaði veg landsins til sjálfstæðis undan dönskum yfirráðum. Listasafn Reykjavíkur minnist þessara tímamóta með því að bjóða valinkunnum dönskum samtímalistamönnum að sýna í safninu. Mikil gerjun á sér stað í danskri myndlist, ekki síst í ljósi breyttrar heimsmyndar í pólitísku og samfélagslegu tilliti.

Þær hræringar endurspeglast í allri listsköpun og gestir fá innsýn í þær í nýjum verkum frá frændum okkar og fyrrum herraþjóð Íslendinga. Dönsku listamennirnir eru Jeannette Ehlers, Jesper Just, John Kørner og Tinne Zenner. 

Listasafn Reykjavíkur minnist aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands í ár með því að bjóða myndlistarmönnum frá Danmörku að sýna í safninu. Þessi fyrrum herraþjóð Íslendinga á sér langa sögu sem nýlenduveldi og heyra Grænland og Færeyjar enn undir konungsríkið. Þá er Danmörk í dag fjölmenningarsamfélag þar sem íbúar með ólíkan bakgrunn búa saman. Margir danskir listamenn endurspegla í verkum sínum þessa þætti í sögu þjóðarinnar og samtíma.

Viðfangsefni þeirra tengjast meðal annars hugmyndum um síð-nýlendustefnu, fólksflutninga, sjálfsmynd þjóða og landamæri. Nú þegar Íslendingar minnast þess að það varð á sínum tíma frjálst undan stjórn Danmerkur býðst sérstakt tækifæri til þess að gefa þessum krefjandi málefnum gaum. 

Ný verk tveggja listamanna á sýningunni gefa hugmynd um ólíka nálgun að viðfangsefninu. Jesper Just dvelur við landamærin á milli Bandaríkjanna og Mexíkó í verki sínu frá árinu 2017, Continuous Monuments (Interpassivities). Nýr forseti Bandaríkjanna varpaði sérstöku ljósi á landamærin með hugmyndum sínum um byggingu múrs til að stemma stigu við fólksflutningum. Í myndbandsverki Jespers sjáum við Kim Gordon, bassaleikarann úr hinni goðsagnakenndu hljómsveit Sonic Youth, rölta meðfram landamæragirðingu. Með spýtu í hendi slær hún í girðinguna og breytir henni í hálfgert hljóðfæri. Hlutverki þessa pólitíska valdatækis er breytt með græskulausu gamni og þannig verður hugmyndin um þessa griðingu í miðri eyðimörk sem aðskilur mannfólk nánast hjákátleg. 

Í nýju myndbandsverki Tinne Zenner, Nutsigassat (Translations), frá 2018, er hún stödd á Grænlandi. Við fáum innsýn í starfsemi fólks í bænum Nuuk og horft er til snævi þakinna fjalla og jökla allt um kring. Yfir kvikmyndinni er fluttur texti á grænlensku sem greinir frá því hvernig Danir tóku upp á því að nefna ýmsa staði á Grænlandi upp á dönsku þegar valdatíð þeirra hófst í landinu. Þannig fengu náttúrufyrirbæri og staðir ný nöfn sem Grænlendingar þekktu undir sínum eigin heitum. Sum hver eru langsótt, eins og að nefna fjall “Söðul” því hestar voru aldrei á Grænlandi og nafnið því algjörlega úr samhengi við menningu svæðisins. Texti verksins er þýddur með enskum texta þar sem orðalag og -skipan er nákvæmlega eins og á grænlensku. Þannig opnast nýr skilningur á virkni þess tungumáls fyrir þá sem skilja það ekki.  

Verk Tinne og Jespers ásamt öðrum verkum á sýningunni Tak i lige måde ávarpa knýjandi málefni bæði í sögulegu ljósi sem og í ljósi samtímans. Hugmyndir um sjálfstæði, þjóðerni, ímynd, frelsi og fullveldi kallast á við heimsmynd í stöðugri endurskoðun. Vestræn ríkji þurfa að endurskoða afstöðu sína til og hlutverk gagnvart öðrum heimshlutum og þjóðum þeirra. Þetta hafa Danir þurft að gera með tilliti til nýlendustefnu sinnar og um leið eru mál líðandi stundar sem varðar stöðu þeirra í Evrópu mjög ofarlega á dagskrá í allri umræðu. Í listsköpun þessara dönsku myndlistarmanna er áberandi sú viðleitni að greina og fjalla um þessi málefni. Listamenn vísa í eigin reynsluheim og fjölskyldusögu eða takast á hendur heimildavinnu, ferðalög og rannsóknir. Hvað er frelsi, fullveldi, sjálfstæði og sjálfsmynd? Hvernig ávinnur einstaklingur eða samfélag sér þessa hluti? Hverjar eru áskoranir okkar þegar kemur að þeim í dag? Hvaða leiðir hefur myndlist til að takast á við þessi málefni? 

Tak i lige måde: samtidskunst fra Danmark

I år er det et hundrede år siden, at Island løsrev sig fra Danmark og blev en suveræn stat. Reykjavik Kunstmuseum fejrer jubilæet ved at indbyde billedkunstnere fra Danmark til at udstille på museet. 

Som tidligere kolonimagt regerede Danmark i en lang årrække over Island, og i dag hører Grønland og Færøerne stadig ind under kongeriget Danmark. Derfor består det danske samfund i dag også af mennesker med vidt forskellig baggrund. Mange danske kunstnere reflekterer i deres værker over, hvordan nationens historie og fortid kommer til udtryk i samtiden. De beskæftiger sig blandt andet med den sidste del af kolonitiden, migration, national identitet og grænser. 

Islændingene fejrer, at det i år er et hundrede år siden, de blev fri af dansk styre, og det giver anledning til at se nærmere på de mangefacetterede emner, der knytter sig til denne særlige begivenhed.   

To af de indbudte kunstnere udstiller således nye værker, der giver os en idé om deres forskelligartede tilgang til emnet. Jesper Just har grænsen mellem USA og Mexico som sit fokus i værket Continuous Monuments (Interpassivities) fra 2017. USAʼs nye præsident kastede et særligt lys over grænseproblematikken, da han fremsatte sine idéer om at bygge en mur for at dæmme op for migrationen. I Jesper Justs videoværk ser vi Kim Gordon, bassisten fra det legendariske band Sonic Youth, slentre af sted langs grænsehegnet. Hun slår med en træpind på hegnet og omdanner det til en form for instrument. Hegnet og den rolle, det spiller som politisk magtinstrument, bliver med et godmodigt glimt i øjet forvandlet til noget andet, og i denne proces bliver tanken om, at dette hegn skal stå midt ude i ødemarken for at holde folk adskilte fra hinanden, næsten komisk. I et nyt videoværk af Tinne Zenner, Nutsikkat (Translations) fra 2018, befinder hun sig på Grønland. Vi får et indblik i indbyggernes liv og arbejde i en bygd, der ligger omgivet af sneklædte fjelde og gletsjere. Under filmen fortælles der på grønlandsk om, hvordan danskerne begyndte at bruge danske navne for grønlandske steder, da deres herredømme over landet tog sin begyndelse. Således fik naturfænomener og steder nye navne, som grønlænderne indtil da havde haft deres egne betegnelser for. Visse af dem er påtagede og kunstige, som når man kaldte et fjeld „Sadel“, for der var ingen heste på Grønland, og navnet havde derfor ingen logisk forbindelse til områdets kultur. Værket er forsynet med undertekster på engelsk, hvor de grønlandske formuleringer og ordvalg er bevaret i deres originale form. For den, der ikke forstår grønlandsk, opnås der på denne måde en ny forståelse af, hvordan det grønlandske sprog fungerer.    

Sammen med de andre værker på udstillingen Tak i lige måde, adressererer Tinne Zenner og Jesper Justs værker nødvendige historiske og samtidsrelaterede emner. Tanker og forestillinger om selvstændighed, nationalitet, identitet, frihed og suverænitet skaber behov for, at vores verdensbillede til stadighed tages op til revision. De vestlige lande er nødt til at revurdere deres holdning og rolle i forhold til andre verdensdele og de mennesker, der lever der. Danskerne har været nødt til at foretage denne revurdering med deres fortid som kolonimagt in mente, og samtidig er deres nuværende position i Europa i høj grad et emne, der debatteres vidt og bredt. 

De udstillende danskeres kunstværker vidner om, at der er et markant behov for at identificere og diskutere disse emner. Kunstnerne refererer til egen erfaringsverden og deres egen families historie eller påtager sig at rejse, forske og arbejde med kildemateriale. Hvad er frihed, suverænitet, selvstændighed og identitet? Hvordan gør et individ eller et samfund sig fortjent til disse ting? Hvilke udfordringer står vi overfor, når vi skal tale om den slags i dag? Hvilke muligheder har billedkunsten for at adressere disse spørgsmål?.

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Markús Þór Andrésson

Boðskort