Veldu ár
D6 Karlotta Blöndal
Karlotta Blöndal (f. 1973) notar heimildir um miðilsfundi í Reykjavík við upphaf 20. aldar til að velta upp spurningum um túlkun og táknmyndir. Verkið er umskrift heimilda, ljósmyndar og texta úr fundagerðabókum, sem voru hluti vísindalegrar rannsóknar á transástandi og handansambandi miðils. Miðillinn stendur á hárfínni línu sem skilur að tvo heima og notar eigin líkama sem farveg upplýsinga. Í ómeðvituðu og upphöfnu transástandi miðilsins verður hann að táknmynd hulins sannleika og óefnislegs þröskuldar sem skilur að tvo heima. Í verki Karlottu eru fólgnar hugleiðingar um boðbera sannleika og skáldskapar, mörkin á milli kaldra staðreynda hins efnislega og sannleika hins óefnislega.
Karlotta útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1997. Hún stundaði framhaldsnám í Hollandi og Svíþjóð og lauk MA námi við Listaakademíuna í Malmö árið 2002.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.