D37 Gunnar Jóns­son: Gröf

Gunnar Jónsson, Gröf, 2019, stilla úr videoi.

D37 Gunnar Jónsson: Gröf

Hafnarhús

-

Gunnar Jónsson er 37. listamaðurinn sem sýnir í sýningarröð D-salar Listasafns Reykjavíkur. Gunnar er fæddur í Reykjavík árið 1988 en ólst upp á Ísafirði og býr þar og starfar í dag.

Gunnar lauk BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum rannsakar hann eigin uppruna, sjálfsmynd og umhverfi. Gunnar vinnur meðal annars með vídeó, ljósmyndir og tónlist. Hann er virkur í ýmsu félagsstarfi og er m.a. varamaður í stjórn Reykvíkingafélagsins á Ísafirði.

Markmið sýningarraðarinnar í D-sal er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna í fyrsta sinn að einkasýningu í opinberu listasafni og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Sýningarröðin hóf göngu sína árið 2007..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Edda Halldórsdóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Boðskort