Erró

Atomic Flirt / Atómskt daður

Málverk

Breidd:

114 cm

Hæð:

162 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

2005

Erró hefur löngum sameinað háð og alvöru til að vara við kjarnorkuógninni sem vofir yfir mannkyninu. Á tímum kalda stríðsins dró hann fram fáránleika og hættur kjarnorkuvopnakapphlaupsins. Atómskt daður heldur áfram á þeirri braut og gagnrýnir ábyrgðarlausa valdaspilamennsku stórvelda með kjarnorkuvopn. Titillinn gefur til kynna að þjóðir „daðri“ við tortímingu – með hótunum, vopnasöfnum og sýndarmennsku, án þess að horfast í augu við raunverulega hættu. Efst í verkinu má sjá sovéska skopmynd, líklega frá síðari hluta áttunda áratugarins eða snemma á þeim níunda, sem gagnrýnir harkalega bandaríska heimsvaldastefnu og hervæddan kapítalisma, og sýnir hvernig stríð tengist beint pólitísku og efnahagslegu valdi. Fyrir neðan bætir Erró við tveimur andstæðum senum úr bandarískum teiknimyndasögum. Önnur sýnir grímuklæddan hóp í skuggunum, með leikrænu ívafi, meðan sú fremri sýnir andlit með ýktum svipbrigðum ótta og örvæntingar. Þessar andstæður skerpa á kaldhæðni verksins og varpa ljósi á það skeytingarleysi og þá angist sem einkenna alþjóðleg átök.