Ytri höfnin: Útskrift­ar­sýning LHÍ

Ytri höfnin: Útskriftarsýning LHÍ

Ytri höfnin: Útskriftarsýning LHÍ

Hafnarhús

-

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2016 - nemendur á BA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild.

80 nemendur fylla sali Hafnarhússins með verkum sem endurspegla nám, rannsóknir og listsköpun þriggja ára við tvær deildir í Listaháskóla Íslands. Mestur fjöldi útskrifast frá myndlistardeild, eða 32 nemendur. Þá ljúka 17 námi í grafískri hönnun, 15 í arkitektúr, 9 í fatahönnun og 7 í vöruhönnun.

Sýningin sem teygir sig um ganga og sali Hafnarhússins hefur að þessu sinni yfirskriftina Ytri höfnin. Hún er fengin að láni frá samnefndri ljóðabók Braga Ólafssonar frá árinu 1993. Ytri höfn er óræður staður úti fyrir landi þar sem skip kasta akkerum tímabundið á ferðalagi sínu um heiminn. Nemendur yfirtaka Hafnarhúsið með svipuðum hætti, staldra þar við í tvær vikur og halda síðan hvert í sína áttina til frekari landvinninga.

Fjölmargir aðrir nemendur ljúka námi við Listaháskólann í vor og munu þeir kynna verkefni sín á öðrum vettvangi. Það eru nemendur á MA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild ásamt nemendum sem ýmist ljúka námi á BA eða MA stigum í tónlistar-, sviðslistar- og listkennsludeild..

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Markús Þór Andrésson