Erró: Því meira, því fegurra

Science-Fiction Scape, 1992, olíualkýð á striga.

Erró: Því meira, því fegurra

Hafnarhús

-

Á þessari sýningu er varpað sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans og má rekja aftur til ungdómsverka hans. Meira en þrjátíu verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur – málverk, klippimyndir og kvikmyndir – sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu.

Hin myndræna veröld Errós sem fæst við fjölfjöldun og ofgnótt mynda er afrakstur yfir fimmtíu ára þróunar.

Hún er svar við endalausum straumi hluta, upplýsinga og mynda fjölmiðla- og neyslusamfélagsins. Þar er meðal annars að finna hin kunnu „Víðáttuverk“ listamannsins, eins konar landslagsmyndir samsettar úr aragrúa mynda af sama viðfangsefni.

Áhugi listamannsins fyrir mettuðu og iðandi myndrými kom bandaríska listrýninum Arthur Danto á sínum tíma til að kasta fram lýsandi hugtaki yfir verk hans og fleiri; popp barokk. Samtíminn hefur ennfremur opnað nýja gátt að verkum Errós. Nú á tímum veraldarvefsins, photoshop og gúglaðrar hnattvæðingar hafa tilvísanir hans í gagnagrunna, klipp-og-lím aðferðir, mynda- og upplýsingaflæði öðlast uppfærða merkingu..

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Danielle Kvaran

Listamenn

Boðskort

Boðskort