Hafnarhús
-
Sýning Leifs Ýmis í D-sal byggist á safni orða, texta og setningarbrota sem hann hefur haldið til haga og byggt upp síðustu ár. Hann hefur sérstakt dálæti á því sem kemur dags daglega fyrir í samskiptum á milli fólks eða því sem maður hugsar með sjálfum sér án þess að því fylgi sérstök merking. Þetta er tungutak millibilsástands, íhugunar eða hrein uppfylling í þagnir.
Leifur Ýmir setur fram handrit sitt handskrifað og innbrennt í fjölmargar leirplötur sem stillt er upp um alla sýningarveggi.
Leifur Ýmir nam við Myndlistaskólann í Reykjavík, Keramík og mótun auk fornáms, 2008-2009. Hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013. Sýningaröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er efnilegum listamönnum, sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu, boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni..
Sýningarstjóri/-ar
Markús Þór Andrésson
Umfjöllun fjölmiðla
Boðskort