D34 María Dalberg: Suð

D34 María Dalberg: Suð

D34 María Dalberg: Suð

Hafnarhús

-

María Dalberg (f. 1983) er 34. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar sem hóf göngu sína árið 2007. 

María útskrifaðist með M.A.-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016.

Verk hennar hafa verið sýnd á fjölda samsýninga og kvikmyndahátíða víða í Evrópu og í Ameríku. Hún hefur unnið með vídeóinnsetningar, hljóð, gjörninga, ljósmyndir, teikningar og textaskrif. Tilraunir með efni og efniskennd í vídeóverkum og öðrum miðlum er stór þáttur í listsköpun hennar. 

Meðal nýlegra sýningarverkefna má nefna Moscow Biennale fyrir unga listamenn (2016, sýningarstjóri Nadim Samman), Alt_Cph09 Alternative Art Fair í New York (2010, sýningastýrt af Kling&Bang), þátttöku í kvikmyndahátíðinni í Oberhausen (2010, sýningastjóri Hilke Doering) og sýningar í Bergens Kunsthall og í Photogalleriet í Osló árið 2008 (sýningarstjóri Maya Økland og Hilde Jörgensen). 

Markmið sýningaraðarinnar í D-sal er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna í fyrsta sinn að einkasýningu í opinberu listasafni og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Edda Halldórsdóttir

Boðskort

Boðskort