Opnunartími um páska

Listasafn Reykjavíkur er opið alla páskahátíðina að páskadegi undanskildum.

Arki­tektúr - Kvenna­lista­hátíð

Arkitektúr - Kvennalistahátíð

Arkitektúr - Kvennalistahátíð

Ásmundarsafn

20.09.1985-06.10.1985

Með sýningunni er leitast við að veita innsýn í þau verkefni, sem íslenskar konur í arkitektúr hafa fengist við á undanförnum árum. Þrettán konur eiga hér verk. Flest verkin hafa verið útfærð, eða framkvæmdir standa yfir. Nokkur eru huglæg, þ.e.a.s.

aðeins til á teikningum. Þeir arkitektar sem eiga verk á sýningunni, hafa stundað nám víða um heim. Sumar starfa hér heima, aðrar erlendis, svo sem í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð. Nokkrar hafa nýlega lokið námi, en aðrar hafa lengri starfsferil að baki. Það er ánægjulegt, að hér eru verk eftir Halldóru Briem Ek, en hún útskrifaðist fyrst íslenskra kvenna í arkitektúr árið 1940..