Nýir tímar í íslenskri samtíma­ljós­myndun

Nýir tímar í íslenskri samtímaljósmyndun

Nýir tímar í íslenskri samtímaljósmyndun

Kjarvalsstaðir

-

Á síðasta ári leiddi sameiginlegt verkefni Listasafns Reykjavíkur, Þjóðminjasafns Íslands og Ljósmyndasafns Moskvu til sýningar sem bar heitið Íslensk ljósmyndun yfirlitssýning, sem var haldin í Moskvu í nóvember 2002. Á þeirri sýningu var íslensk ljósmyndun notuð til að sýna annars vegar daglegt líf á Íslandi um aldamótin 1900 með úrvali ljósmynda, sem eru meðal dýrmætustu hluta ljósmyndadeildar Þjóðminjasafns Íslands. Hins vegar var um að ræða úrval af því helsta sem er að gerast í íslenskri ljósmyndun í dag.

Alls voru valdir til samstarfs 28 núlifandi ljósmyndarar og listamenn, og verk þeirra töldu nær hundrað og þrjátíu myndir.

Það var ákveðið að íslenskir safngestir ættu einnig að fá notið þessara verka, og þau eru kjarni þeirrar sýningar sem hefur nú verið sett upp á Kjarvalsstöðum. Á þessari sýningu er miðlinum ekki búinn þröngur rammi heldur sýnd verk sem eru afar fjölbreytileg, hvað varðar stílbrögð og afstöðu höfunda til efnisins.

Hér eru verk ljósmyndara sem hafa endurnýjað hið gamla myndmál landslagshefðarinnar, endurspegla land og ljós af kunnáttusamlegri næmni, en einnig er tekið á náttúrunni á drungalegri hátt og ljóðrænni..

Myndir af sýningu