Nían - mynda­sögu­messa

Nían - myndasögumessa

Nían - myndasögumessa

Hafnarhús

-

Er íslenska myndasagan til? Ef svo er, hver eru þá tengsl hennar við myndasögur beggja megin Atlantshafsins? Hvar rúmast myndasagan innan íslenska myndlistarheimsins? Hvað með bókmenntirnar? Níunda listgreinin dreifir úr sér með nokkrum sýningum á annarri hæð Hafnarhússins svo úr verður ein allsherjar myndasögumessa.

Tugir íslenskra, skandínavískra og norður-amerískra myndasöguhöfunda og myndlistarmanna vekja vonandi upp fleiri spurningar en þeir svara. Auk Gisp!-hópsins og annarra íslenskra höfunda, Skandínavanna frá Optimal Press útgáfunni og Kanadabúanna frá Drawn & Quarterly verða höfundi Maus, Art Spiegelman, og Englendingnum Dave McKean gerð góð skil. Síðast en ekki síst verða verk Errós sýnd í ljósi myndasögunnar.

Sýningar í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur eru helsti vettvangur Níunnar en ekki sá eini.

Í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur verður skipulagt málþing um myndasöguna helgina 2-3. apríl og bókabúðin Nexus mun selja bækur eftir höfunda á sýningunni. Sýningarskráin er um leið níunda tölublað myndasögublaðsins Gisp! þar sem birtar verða nýjar myndasögur með greinum um sýninguna..

Myndir af sýningu