Lista­safn Íslands - úrval verka frá 20. öld

Listasafn Íslands - úrval verka frá 20. öld

Listasafn Íslands - úrval verka frá 20. öld

Kjarvalsstaðir

-

Sýningin Listasafn Íslands - úrval verka frá 20. öld - ber vitni einu helsta hlutverki Listasafns Íslands sem höfuðsafns íslenskrar myndlistar - að standa að almennum sýningum á íslenskri list fyrir listunnandi gesti, innlenda sem erlenda. Þetta hefur safnið gert með því að setja upp veglegar sumarsýningar ár hvert, þar sem nokkrir lykilþættir íslenskrar listasögu eru teknir til athugunar og kynntir með helstu verkum í eigu safnsins, sem þannig eru gerð aðgengileg fyrir allan almenning og kynnt á grunni íslenskrar listasögu.

Á þessari sýningu eru verk eftir brautryðjendur hins rómantíska landslagsmálverks, fulltrúa hins frásagnarkennda expressjónisma á fjórða áratugnum, abstraktlistarinnar á sjötta áratugnum og konseptlistar sjöunda áratugarins..