Kvik­sjá: Íslensk mynd­list á 21. öld

Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld

Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld

Hafnarhús

-

Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld veitir innsýn í listsköpun hér á landi á þessari öld.

Verkin gefa innsýn inn í þá breidd og þær áherslur sem hafa verið að mótast og gerjast í íslensku listalífi frá aldamótum. Sýningin stendur til ársloka en með haustinu tekur sýningin breytingum þar sem verkum verður skipt út fyrir önnur. en valinn verður einn listamaður fyrir hvert ár 21. aldarinnar og verður verkum skipt út reglulega til sýningarloka.

Í ár fagnar Listasafn Reykjavíkur því að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta aðsetur safnsins var formlega opnað á Kjarvalsstöðum. Í tilefni tímamótanna er áhersla lögð á safneignina og tækfærið nýtt til til þess að skoða og sýna gersemar sem þar eru varðveittar.

Sýningin er sú þriðja í sýningarröðinni Kviksjá sem er liður í þeirri áherslu en á Kjarvalsstöðum stendur yfir Kviksjá 20. aldar og fyrr á árinu var í Hafnarhúsinu Kviksjá erlendrar myndlistar.

Myndir frá sýningu

Myndir frá opnun