Anna Guðjóns­dóttir: Hluti í stað heildar

Anna Guðjónsdóttir: Hluti í stað heildar

Anna Guðjónsdóttir: Hluti í stað heildar

Hafnarhús

-

Anna Guðjónsdóttir sýnir nýtt verk í mörgum hlutum sem tekur yfir allan sýningarsalinn. Listsköpun Önnu á rætur í málverkahefðinni þar sem tekist er á við sígildar spurningar um mörk tvívíðs, málaðs flatar og þrívíðs, raunverulegs rýmis – mörk frummyndar og eftirmyndar. Anna kallar fram hugmyndir sínar með tilvísun í landslag og byggingarlist ásamt því að styðjast við form sýningarskápa.

Á sýningunni Hluti í stað heildar umbreytist sýningarsalurinn í nokkurs konar sýningarskáp sem gestir ganga inn í, umvafðir málverkum sem spegla rýmið sjálft og opna jafnframt inn í aðra og ófyrirséða heima. 

Undanfarin ár hefur listamönnum verið boðið að takast á við A-sal Hafnarhússins með nýjum innsetningum. Arkítektúr salarins einkennist af voldugum súlum hins gamla vöruhúss og stórum gluggum sem fylla upp í gömlu hleðsludyrnar. Skemmst er að minnast sýninga Ingólfs Arnarssonar, Jarðhæð (2018), Ilmar Stefánsdóttur, Panik (2017) og Moniku Grzymala, Hugboð (2016). Allar kölluðust þær með ólíkum hætti á við umhverfið. Í kjölfar sýningar Önnu Guðjónsdóttur sýnir Finnbogi Pétursson nýja innsetningu í sama sal. 

Anna Guðjónsdóttir (f.

  1. er fædd og uppalin í Reykjavík. Eftir tveggja ára nám í höggmyndadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands fór hún til Þýskalands í myndlistarnám við Listaháskóla Hamborgar þaðan sem hún brautskráðist árið 1992. Anna hefur hlotið margvísleg verðlaun á alþjóðavettvangi fyrir myndlist sína. Hún hefur haldið sýningar víðs vegar um heim en nokkuð er um liði frá því hún sýndi síðast á Íslandi. Anna er búsett í Hamborg en er alltaf með annan fótinn hér á landi..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun