Width:
700 cm
Height:
400 cm
Category:
Skúlptúr
Year:
1990
Verkið er staðsett við Háskólabíó og er í eigu Háskóla Íslands. Verkið, sem líkir eftir stuðlabergi, er eins konar innsetning og er unnið úr sérblandaðri steinsteypu og steindu gleri sem er lýst upp að innan. Fjórir misháir stuðlar standa í þyrpingu og mynda verkið og er lægsti stuðullinn í hæfilegri hæð til að þar sé hægt að tylla sér niður. Stuðlarnir vísa til stoða menningar okkar, í samfélagi sem og í bókmenntum og ljóðum. Jafnframt er í þeim tilvísun til forms nýbyggingar Háskólabíós, en tilurð verksins tengist henni. Landsbankinn gaf Háskóla Íslands verkið árið 1990.