Olga Berg­mann

Stöpull sköp­unar

Þrívíð verk

Width:

35 cm

Height:

80 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

2022

Skúlptúrinn er samsettur úr postulíni og viði. Hann situr vel, tilsniðinn á kanti sýningarstöpuls. Á hluta verksins er blýantsteikning og efst hvílir einskonar þrívíð teikning úr lituðu postulíni. Stöpull sköpunar sver sig í ætt við fyrr verk sama listamanns sem vinnur gjarnan á mörkum náttúruvísinda þar sem hið manngerða og náttúrlega mætast. Þar eru ýmist tilvísanir í óræðar lífverur, heim tilraunastofunnar og frjálsa fantasíu.