Erró

Plakat fyrir sýninguna „Pour conjurer l’esprit de catastrophe“ („Að særa burt anda ­stór­slys­anna“)

Width:

46 cm

Height:

71.6 cm

Category:

Annað

Year:

1962

„Serían Meca-Make-Up var sú fyrsta sem máluð var upp úr klippimyndum af undirbúningsstigi. Þessar myndir skutu föstum skotum. Það var mikið ofbeldi í öllu á þessum tíma. Á þessum árum geisuðu stríð í Alsír og Víetnam. Meira að segja rokktónlistin var ofbeldisfull. Og gjörningar sem við gerðum í París – í American Center og Boulogne kvikmyndaverinu, svo og í London í Denisson Hall, voru obeldisfullir. Viðbrögð okkar við ofbeldinu í samfélaginu voru ofbeldisfull, jafnvel grimm.“ – Erró. Í Raymond Cordier Gallery í París tók Erró þátt í gjörningi Jean-Jacques Lebels Pour conjurer l’espirit de catastrophe (Til þess að særa burt anda stórslysanna) ásamt Daniel Pommereulle, François Dufrêne, Johanna Lawrenson, Philippe Hiquily, Tetsumi og Hiroko Kudo, David Allen, Jacques Gabriel, Walter McLean og Désirée Schrönhoven. Gjörningurinn átti sér stað þegar Kúbudeilan stóð sem hæst, blikur voru á lofti í kalda stríðinu og almenningur hræddur við að út brytist kjarnorkustyrjöld. Uppákoman var mótmæli sem uppreisnargjarnir og órólegir ungir listamenn stóðu fyrir. Gjörningurinn var endurtekinn og kvikmyndaður 1963 í Boulogne kvikmyndaverinu að beiðni ítalska kvikmyndagerðarmannsins Gualterio Jacopetti. Gjörningurinn kom síðan fram í styttri og villandi útgáfu í kvikmynd eftir Jacopetti og Paolo Cavara, Malamondo (1964), sem fjallaði um undarlega hegðun og hefðir Evrópubúa.