Einar Falur Ingólfsson

Við Land­manna­leið

Ljósmyndaverk

Width:

125 cm

Height:

100 cm

Category:

Ljósmyndun

Year:

2017

Sem ljósmyndari hefur Einar um árabil ferðast um hálendið í leit að fólki sem sækir þangað á eigin forsendum. Hann hittir fyrir einstaklinga sem hver og einn hefur sínar væntingar og skynjar umhverfið á persónulegan hátt. Í ljósmyndaverkunum sjáum við stundum þetta fólk en líka ummerki þess, eða þau spor sem það skilur eftir sig. Myndirnar endurspegla ofurhversdagslegar þarfir eins og húsaskjól, fararskjóta, salernisaðstöðu og matarföng – allt frammi fyrir ægifögru umhverfi öræfanna. Úr myndröðinni Hálendi sem listamaðurinn hefur unnið að frá 2010.