Ásmundur Sveinsson

Systur

Width:

60 cm

Height:

124 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1934

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Verkið Systur sýnir tvo kvenlíkama sem hallast örlítið aftur með hendur upp yfir höfuð. Það er unnið í náttúrulegum stíl þar sem listamaðurinn er trúr fyrirmyndinni. Hægt er að ímynda sér að konurnar standi undir ljúfri vatnsbunu sem þær halla sér undir. Þann 24. júní 1924 snéri Ásmundur frá námi í Stokkhólmi ásamt unnustu sinni Gunnfríði Jónsdóttur til að giftast henni á Íslandi. Ásmundur og kona hans ferðuðust um æskuslóðir hans og hann tók mynd af Gunnfríði og systur hennar við foss. Sú uppstilling þykir líkjast verkinu mjög.