Einar Jónsson

Þorfinnur karls­efni

Width:

100 cm

Height:

200 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1945

Verkið er staðsett við Dvalarheimili aldraðra við Hrafnistu. Höggmyndin er af Þorfinni karlsefni, íslenskum landkönnuði sem var fyrstur Evrópumanna til þess að festa byggð í Bandaríkunum. Þorfinnur flutti síðar til Íslands þar sem hann bjó ásamt konu sinni, Guðríði, á föðurleifð Þorfinns á Reynistað en hjónin bjuggu síðar í Glaumbæ til æviloka. Tildrög verksins voru þau að Einar tók þátt í samkeppni um höggmynd af Þorfinni karlsefni sem átti að standa í skemmtigarði í Fíladelfíu í Bandaríkunum. Hann sendi teikningu af framlagi sínu til Bandaríkjanna árið 1916 og var teikningin einróma valin og honum boðið að koma vestur að vinna að höggmyndinni. Höggmyndin stendur á stórum stöpli og sýnir Þorfinn standa teinréttan og líta til hliðar yfir farinn veg.