Þorbjörg Páls­dóttir

Piltur og stúlka (Kata og Stebbi)

Height:

148/186 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1968

Verkið er staðsett í höggmyndagarði kvenna við tjörnina. Piltur og stúlka er eitt af fyrstu verkum Þorbjargar. Innblásturinn eru unglingar í fjölskyldu listamannsins, sem bera gælunöfnin Kata og Stebbi. Stebbi hallar sér upp að ljósastaur, renglulegur unglingur og skemmtilega kæruleysislegur, en Kata situr með hendur í skauti og virðist djúpt hugsi.. Styttur Þorbjargar eru aldrei á stöllum heldur eru þær ávallt í nánu og tilgerðarlausu sambandi við umhverfið. Sumar hallast upp að vegg, sitja, standa eða liggja milliliðalaust á gólfinu eða jörðinni. Verkið er hluti nokkurra útiverka í Perlufestinni, listaverkagarði frumkvöðla kvenna í höggmyndalist.