Anna Líndal

Má bjóða þér meira?

Ljósmyndaverk

Width:

39 cm

Height:

70 cm

Category:

Ljósmyndun

Year:

1995

Myndaröðin sýnir listakonuna með munstraða svuntu, hægláta konu við þá hversdagslegu athöfn að hella kaffi í bolla. Örlæti hennar er þó með þeim hætti að upp úr flóir og það skapast eins konar hættuástand. Svipað ástand og þegar konur kölluðu á athygli og fóru fram á jöfn tækifæri á við karla. Togstreitan á milli einkalífs og utanaðkomandi væntinga samfélagsins er endurtekið stef í verkum frá fyrri hluta ferils Önnu. Þá ákvað hún sem ung móðir að afmarka efnisval sitt við það sem var til staðar inni á heimilinu og breytti þannig aðstæðum sem almennt var litið á sem heftandi í kjörlendi sinnar listrænu sköpunar.