Páll Guðmundsson frá Húsa­felli

Davíð

Þrívíð verk

Width:

54 cm

Height:

70 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1991

Fyrir ofan bæjarstæði Húsafells í Borgarfirði er gil sem er fullt af grjóti af ýmsum gerðum. Páll Guðmundsson þekkir þar hvern krók og kima og hefur í gegnum tíðina valið steina til þess að vinna mannamyndir. Hann virðir þá fyrir sér frá ýmsum hliðum og þá koma til hans línur, form og myndir. Hann heggur í grjótið og andlit nafntogaðra listamanna, náinna ættingja eða óþekktra einstaklinga taka að birtast.