Width:
115 cm
Height:
150 cm
Category:
Ljósmyndun
Year:
2007
Kristleifur dreifir úr kvenmannsundirfötum á snyrtilegu, einbreiðu rúmi í látlausu herbergi. Við gerð ljósmyndanna sviðsetur listamaðurinn andstæðar hugmyndir um fjarveru og nánd. Myndirnar og titill þeirra ýta undir einhvers konar frásögn í huga áhorfandans. Þær endurspegla með sláandi hætti andrúmsloft hugarvíls, fortíðarþrár, jafnvel eftirsjár. Endurtekið stef í verkum Kristleifs – það sem gerir þau svo áleitin – er hin vandrataða lína á milli hrifnæmis og þráhyggju.