Myron (grískur 500 f.Kr.)

Pallas Aþena

Width:

50 cm

Height:

170 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

Án ártals

Verkið er staðsett við Menntaskólann í Reykjavík. Verkið er í eigu Menntaskólans í Reykjavík. Bronsafsteypan af stríðsgyðjunni Pallas Aþenu er eftir gríska myndhöggvarann Mýron.Verkið er gjöf frá 25 ára stúdentum Menntaskólans í Reykjavík árið 1968. Bronsmyndin stendur á steinsteyptum stöpli, klæddum grásteinsflögum og með áletraðri steinplötu á framanverðum stöplinum. Ofan á stöplinum stendur stríðsgyðjan Aþena sem gegndi til forna meðal annars hlutverki mennta- og viskugyðju. Aþena er kunnust fyrir hafa verið stríðsgyðja en hún hafði litla ánægju af átökum, ólíkt stríðsguðinum Aresi. Hún vildi frekar leysa friðsamlega úr deilum og halda friðinn. Hún var verndari borgarinnar Aþenu í Grikklandi og Parthenon hofsins sem stendur á Akropolis-hæð í miðborg Aþenu. Helstu kennitákn Aþenu voru fuglar og þá sérstaklega uglur. Aþena var dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar en hana gleypti Seifur áður en gyðjan varð léttari. Nokkru síðar fékk Seifur mikinn höfuðverk, guðirnir gerðu gat á höfuðkúpu hans og segir sagan að Aþena hafi þá stokkið út úr höfðinu hrópandi, klædd fullum herklæðum og með skjöld í hendi. Pallas Aþena er konan á merki Háskóla Íslands en ýmsar uppfinningar eru jafnframt eignaðar gyðjunni.