Hildur Bjarna­dóttir

margskonar mismun­andi eigin­leikar

Önnur verk

Width:

33 cm

Height:

49 cm

Category:

Textíll

Year:

2016

Hildur safnar íslenskum jurtunum, sýður þær niður og notar litarefnið sem verður til við suðuna til að lita þráð. Samhliða þessu litar hún annan þráð með akrýllit. Hildur byggir síðan upp flöt frá grunni með því að vefa saman þessa lituðu þræði þannig að „myndin” og flötur málverksins verða eitt og hið sama. Hildur eignaðist fyrir nokkrum árum landspildu þar sem vex fjölbreyttur gróður. Hann varð grunnur að sýningunni Vistkerfi lita á Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum árið 2016, þar sem sjá mátti ólík málverk sömu gerðar og hér. Verkin endurspegla hugleiðingar listamannsins um eðli málverksins í gegnum efnivið þess, vinnuaðferðir og uppruna litanna.