Sigurður Guðjónsson

Lightroom

Önnur verk

Category:

Fjöltækni

Year:

2018

Sigurður Guðjónsson leiðir okkur inn í kjarna tækninnar í Lightroom (2018). Við erum stödd í heillandi ljósrými gamallar slidesmyndavélar sem myndað hefur verið með háskerpumyndavél. Vélræn hreyfing og framvinda þess sem alla jafna er ekki sýnilegt myndgerist í sjónrænni upplifun í samspili myndar og hljóðs. Verkið vísar óbeint í önnur verk Sigurðar þar sem hann skoðar virkni hlutanna ofan í kjölinn. Gömul og jafnvel úrelt tæki ganga í gengum umbreytingarferli í meðförum listamannsins sem gefur þeim nýtt abstrakt líf. Þannig dregur hann fram ljóðræna fegurð tækninnar í virkni hlutarins, mekkanisma á mótum hins gamla og nýja. (Sýningartexti frá sýningunni Kapall. Sýningarstjórar: Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir)