Ásmundur Sveinsson

Tónar hafsins (stækkun)

Height:

400 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1950

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Þessa mynd gerði Ásmundur í Reykjavík árið 1950. Var hún fyrst unnin í gifs en síðan útfærð í tré. Árið 1968 stækkaði Ásmundur verkið áttfalt. Áhorfandinn greinir höfuð, hendur og fætur. Líkaminn er samsettur úr mjúkum og ávölum línum og myndbyggingin er í miklu jafnvægi. Í heild sinni er þetta óður til hafsins þar sem strengirnir tákna lífið í undirdjúpunum, forsenduna fyrir byggð í þessu landi. „Ég kalla hana Tóna hafsins,“ sagði listamaðurinn í samtali við Matthías Johannessen í Bókinni um Ásmund. „Ég gerði brjóstin á henni eins og bát ... Og fæturnir vaxa af öldunni, sem breytist í læri. Öldur allt saman. Og höndin heldur um strengina. Tónar hafsins. En við getum alveg eins sagt: Líf þjóðarinnar á þessari eyju. Aldrei hefur verið nauðsynlegra að minna á það en nú. Ef við glötum hafinu, verður ólíft hér. Öll list á að efla manninn í baráttu hans, brýna hann til átaka.“